User:Krun/Norðlingur

Hello, you have come here looking for the meaning of the word User:Krun/Norðlingur. In DICTIOUS you will not only get to know all the dictionary meanings for the word User:Krun/Norðlingur, but we will also tell you about its etymology, its characteristics and you will know how to say User:Krun/Norðlingur in singular and plural. Everything you need to know about the word User:Krun/Norðlingur you have here. The definition of the word User:Krun/Norðlingur will help you to be more precise and correct when speaking or writing your texts. Knowing the definition ofUser:Krun/Norðlingur, as well as those of other words, enriches your vocabulary and provides you with more and better linguistic resources.

NORÐLINGUR. VI., 15—16. Kemur út 2—3 á mánuði 31 blöð als um árið Akureyri 7. maí 1881. Kostar 3 kr. árg. (erlendis 4 kr.) stöknr. 20 aura. 1881. Um öræfi Íslands eptir Þorvald Thoroddsen. (Niðurl.). Snemma í ágúst 1880 fóru Mývetningar og Bárð- dælingar til landaleita í Ódáðahraun, sem getið er um hér í blaðinu; ferðasaga þeirra er einkar fróðleg, þeir hafa prýðilega tekið eptir og vel lýst því, er þeir sáu, enda voru þeir svo hepn- ir að fá góðviðri alla leið, sem mun vera mjög sjaldgæft um þær slóðir, en sumarið sem leið var líka eitt hið bezta sumar til fjallaferða, sem lengi hefir komið. Við ferð þeirra hefir fengizt miklu skýrari þekking á héruðunum fram með Vatnajökli en áð- ur, en einkum er það þýðingarmikið að þeir fundu ýmsa góða hagabletti, sem mjög geta hjálpað til rannsókna þar seinna meir. Á lýsingu þessara manna sézt vel hve ábótavant uppdrætti Ís- lands er í öræfum og hve mikið þarf að rannsaka*. Það er held- ur eigi lítið fé, sem landsmenn árlega tapa við illar heimtur, og ef það væri reiknað saman, er eg viss um að mörgum ofbiði. Það ætti því að vera öllum áhugamál, sem hér eiga hlut að máli, að öræfi yrðu sem bezt þekt, svo afréttir yrðu leitaðar þar sem fjárvon væri og það fé sem til þess væri varið mundi fljótt borga sig beinlínis og óbeinlínis. Rústirnar sem þeir félagar fundu eru mjög merkilegar og þyrftu frekari rannsókna við. Einnig væri það einkar fróðlegt að fá að vita eitthvað um gígina í Kverkfjöllum, þar hafa opt sézt reykir enn einginn hefir skoðað þá enn**. Litlu síðar fóru þeir Þorvarður Kerúlf læknir, Gutt- ormur Vigfússon búfræðingur og 6 menn aðrir upp á Snæfell; við þá ferð vanst það, að menn nú vita, að fjallahryggur sá, sem á uppdrætti Íslands nær þaðan að Vatnajökli, eigi er til. Það er víðar en í Ódáðahrauni að öræfi eru ókunn; um fjöllin suður af og kringum Tungnafellsjökul vita menn lítið og eigi þekkist Nýidalur vel þó um hann hafi dálítið verið skrif- að.*** Hofsjökull er alveg ókunnur og eins öræfin í kringum hann og hið sama er að segja um Langjökul að mestu leyti. Um Þórisdal, þar sem Grettir var, vissu menn lengi ekkert, þangað til tveir prestar, Helgi Grímsson og Björn Stefánsson, fóru þangað 1664, en þeim varð litlu ágengt því þeir komust eigi niður í dal- inn fyrir hömrum og jöklum.**** Björn Gunnlaugsson skoðaði dalinn 1835 og gjörði uppdrátt af honum. Á öræfunum kring- um þessa jökla er margt að sjá, stórar ár, skriðjökla, vötn, hveri, hraun og eldfjöll. Mýrdalsjökull er dálítið betur þektur, einkum

  • ) Sigurður Gunnarsson nefnir það (í Norðanfara, 15. árg.,

1876, bls. 73), að uppsprettur Jökulsár séu vestanvert við Kverkfjöll en ekki víð<prentv við /> Kistufell og segist hafa farið þar yfir aðalfarveg árinnar með Gunnlaugssen, en liklega<stafsvafi líklega /> hefir árrenslið fallið úr á uppdrættinum þegar hann var prent- aður í Kaupmannahöfn.

    • ) Mývetningar kalla eldgígi hveri og hefir það stund-

um valdið misskilningi; eptir að Mývetningar fóru til Dyngjufjalla 1875 og höfðu séð gígina þar, en kallað þá í lýsingingunni<prentv lýsingunni /> hveri, héldu menn annarsstaðar að það væri vatnshverir og í sunnlenzkum og útlendum blöðum var talað um hve merkilegt það væri að fundinn væri stærri hver en Geysir.

      • ) Norðanfari 1876, bls. 105—106.
        • ) Íslendingur, III. bls. 81—93.

af ritum Sveins Pálssonar, þó þau séu óprentuð enn. Katla þyrfti betri rannsóknar við. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson reyndu að komast þangað 1756, en urðu að snúa aptur sökum illviðra*; Jón prestur Austmann (varð pr. í Þykkvabæ 1817) kom að Kötlugjá 1823, en Watts 1874, en litlu fróðari eru menn eptir en áður.** Landspildan frá Vonarskarði og suðurund- ir Skaptártungu og Síðu vestanundir Skaptárjökli hefir aldrei verið rannsökuð og er hinn ókunnasti partur af öllu landinu. Þar spretta upp þrjú stórfljót, Tungnaá, Skaptá og Hverfisfljót, en upp- tök þeirra vita menn ekkert um með vissu, og þó ef til vill ein- hverjir fjármennn<prentv fjármenn /> úr næstu sveitum viti eitthvað lítið um lands- lag þar, þá er það eigi öðrum að gagni.*** Þar eru Fiskivötn, sem ekkert þekkist til; það þarf eigi annað en líta á uppdrátt Íslands og sjá lögun og afstöðu þeirra, til þess að sjá að þau eru þar sett af handahófi og eptir munnmælum. Frá þessum héruðum komu Skaptárhraunin miklu 1783; þau eru hin mestu og mikilfenglegustu hraun, sem menn vita til að komið hafi nokkursstaðar á jörðinni við eitt gos. Upptök þeirra eru órann- sökuð enn. Af því sem hér hefir verið sagt má sjá hve lítið er þekt af öræfum Íslands; engin lýsing er til af þeim í heild sinni nema það litla sem prentað er eptir Sigurð Gunnarsson í Norðanfara 1876. Alment landslag á hálendinu er enn óþekt, hæðirnar ekki mældar, upptök ánna, vötnin, eldfjöllin, hraunin, jöklarnir alt nærri ókunnugt, og það sumstaðar mjög nærri bygðum. Þó ýmsir fari um öræfi Íslands sem eigi geta mælt eða skoðað jarðfræði þess- ara héraða er það í sjálfu sér til lítils gagns fyrír<prentv fyrir /> vísindin, þó vel sé lýst og skynsamlega eptir kringumstæðunum, og ílt er fyrir aðra, sem vilja fara þar um eða reyna að gjöra sér nokkurn veginn glöggva hugmynd um landafræði og byggingu Íslands, að átta sig á ýmsum óljósum bendingum um héruð sem eru ómæld og óþekt að öðru leyti. Það væri strax nokkur munur ef miðað væri til fjalla og hnúka með góðum kompás, því svo mætti dálítið komast eptir afstöðunni. Það fer fjærri því, að landafræði Íslands sé fullkunnug í bygðum; nú er það til allrar hamingju orðið álit vísindamanna um allan mentaðan heim, að eigi sé nóg, að þekkja nöfn á fjörðum, dölum, fjöllum og ám í hverju landi, heldur verði að þekkja alla náttúru þeirra og sambandið á milli hins einstaka, er gjörir heild- ina, alt verður að skoða smátt og stórt og getur af því leitt margt gagn beinlínis og óbeinlínis. Það þarf að skoða myndun og jarðlög fjallanna, dýpt og lögun vatnanna, strauminn, vatns- megnið og framburð ánna, eðli jarðvegsins í dölunum, mýrarnar, móana, grasvöxtinn og margt fleira, og getur þetta alt orðið til mesta gagns fyrir búnaðinn þegar framlíða stundir og nóg er til samanburðar, því enginn atvinnuvegur þarfnast eins vísindalegs og skynsamlegs grundvallar einsog landbúnaðurinn ef hann á að fara í nokkru lagi. Þekking manna á jarðfræði Íslands er mjög ábótavant; þó ýmsir duglegir náttúrufræðingar hafi ferðast hér á landi hefir það

  • ) Ferðabók Eggerts og Bjarna, II., bls. 768—770.
    • ) Watts: Snjoland or Iceland, its jokuls and fjalls. London

1875, bls. 93—96.

      • ) í Norðanfara. 17. árg., bls. 84, er<RÖÐUNARVILLA />

tökum Skaptár eptir sögn manna er komu þangað.<RÖÐUNARVILLA /> mjög óljós lýsing af upp<RÖÐUNARVILLA /> <haus 30 /> orðið að litlum notum og sízt fyrir landsmenn sjálfa. Margir þeirra þekkja ekki hið minsta náttúru landsins, þjóðlíf, sögu eða tungu landsmanna, þegar þeir koma hingað. Ferðir eru hvergi í allri Evrópu eins kostnaðarsamar fyrir útlendinga einsog á Ís- landi, þeir vilja sjá sem mest þeir geta og hlaupa svo yfir alt í snatri, og þó þeir staðnæmist á einhverjum bletti og skoði hann betur, þá skortir þá optast þekkingu á öðrum hlutum landsins til samanburðar, og er því ekki von að mikið hafi áunnizt. Slík- ar rannsóknir geta aldrei orðið landinu til framfara og sóma, fyrr en landsmenn gjöra þær sjálfir. Bezta bók sem enn hefir verið skrifuð um Ísland er ferðabók Eggerts og Bjarna, þó hún sé meir en hundrað ára gömul og sé einsog eðlilegt er að mörgu úrelt, og enginn útlendingur hefði getað unnið það verk, sem Björn Gunnlaugsson gjörði. Steenstrup og Jónas Hallgrímsson fundu fyrstir steingjörv- ar jurtaleyfar í Steingrímsfirði og við Brjámslæk á Barðaströnd, og af þeim sást að einu sinni (á því tímabili, er jarðfræðingar kalla miocene) var Ísland vaxið stórum skógum líkum þeim, sem nú vaxa í Florida og við strendur Mexikoflóans; meðalhiti ársins var þá á Íslandi um 20° C-, hér voru stórar eikur, platanviðir, hlinir, túlipantré, bergfléttur, villivínviðir og margt fleira. Leifar af þessum jurtagróða finnast í leirlögum við surtarbrand víða um landið, en ekkert er rannsakað því viðvíkjandi nema þetta litla sem þeir gerðu og væri það þó mjög fróðlegt að fá að vita nákvæmar um eðli Íslands á þeim tíma. Margt fleira er óþekt, er lýtur að elztu sögu landsins; það má ráða af sumum surtar- brandslögum, að seinna hefir landið verið sumstaðar vaxið greni- og furuskógum þegar nokkuð fór að kólna, en alt er þetta ó- rannsakað enn, hið sama er að segja um hækkun og lækkun lands- ins á ýmsum tímum; sumstaðar (við Sog, í Fossvogi og víðar) finnast steingjörvar skeljar hátt yfir sjáfarflöt af sömu tegundum, sem enn eru í sjónum við strendur landsins, aldurshlutföll jarð- laganna eru alstaðar ókunn á Íslandi. Hið sama er að segja um myndun dalanna, fjarðanna og vatnanna. Ekkert land í heimi er jafnmikið eldfjallaland og Ísland að undanteknum Java og Nýjasjálandi og hraunin íslenzku eru geígvænlegri<prentv geigvænlegri /> en alstaðar annarsstaðar; útbrunnin eldfjöll og eld- gígir eru þúsundum saman um alt land. Síðan land bygðist hefir gosið á 20—30 stöðum, og eru aðeins 2 eða 3 eldfjöll nokkurn veginn kunn vísindamönnum. Í útlendum jarðfræðisbókum er því margt ákaflega ranghermt um eldfjöll á Íslandi. Þegar gosið hefir í óbygðum kringum Vatnajökul, hafa menn sjaldnast gjört sér far um að grenslazt eptir upptökum gosanna. Á miðri 14. öld komu stórkostleg gos úr Öræfajökli og eyddust þrjár kirkju- sóknir; ennþá sézt til rústa af bæjum, er þá eyddust, en það er alt ókannað enn eins og annað. Opt er þess getið, að gosið hafi í Grímsvötnum; menn halda að þau séu fyrir norðan Núp- staðaskóg en vita ekkert hvernig háttað er kringum þau, eldborgir við eða í Skeiðarárjökli, Síðujökli og þar í nánd hafa stundum gosið, en hvernig þær eru eða hvar veit enginn. Skaptáreldarnir miklu 1783 komu sumpart úr Varmárdal við Skaptárgljúfur, Sveinn Pálsson kom þangað snöggvast 1794, en sá aðeins upptök annarar hraunkvíslarinnar. 1862, 1867 og 1873 gaus fyrir norð- an Vatnajökul, en eldfjöll þar eru ókunn einsog annað. Katla og Eyjafjallajökull hafa heldur eigi verið skoðuð að neinu gagni. Þó Hekla sjálf sé einna bezt rannsökuð af íslenzkum eldfjöllum, þá eru þó hraunin þar í kring mjög lítið þekt og þó eru mörg þeirra mjög merkileg, t. d. Hrafntinnuhraun, hverirnir við Torfa- jökul, sem sagt er að velli uppúr bláum jökulís, þyrftu og skoðunar við. Rauðukambar, sem eyddu öllum Þjórsárdal 1343, hafa aldrei verið skoðaðir. Alt Reykjanes er þakið hraunum og eldfjallagarður gengur eptir því endilöngu og heldur áfram neðan- sjáfar, því þar eru Eldeyjar og Geirfuglasker. Þar hefir opt gosið síðan land bygðist, þar er Trölladyngja hið merkasta eld- fjall, og menn hafa blandað gosum þaðan saman við gos úr Trölla- dyngjum í Ódáðahrauni;<RÖÐUNARVILLA /> bygð, þá hafa þau aldrei<RÖÐUNARVILLA /> en þó þessi hraun liggi svo að segja í<RÖÐUNARVILLA /> verið rannsökuð í heild sinni og fengist þó við það sjálfsagt mörg ágæt upplýsing um jarðfræði landsins, því þar er margt að sjá, stórar gjár, eldkatla, hveri, ölkeldur og námur. Það er víst flestum kunnugt, að þegar verið var að tala um að lögleiða kristni hér á landi árið 1000 og á alþingi horfði til mestu vandræða milli kristinna manna og heiðingja, þá kom maðr hlaupandi og sagði að jarðeldr væri kominn upp í Ölfusi og mundi hlaupa á Hjalla bæ Þórodds goða. Þá sögðu heiðnir menn, að eigi væri undur þó goðin reiddust slíkum tölum. Þá mælti Snorri goði sem þó var heiðinn, um hvað reiddust goðin er hraun það brann, er nú stöndum vér á*. Þetta hraun heitir nú Þurrárhraun og hefir hvorki verið mælt né rannsakað. Þegar jarðskjálftar hafa verið miklir sunnanlands hafa þeir vanalega verið ákafastir kringum Hjalla svo þar hlýtur að vera miðdepill þeirra, þar í grendinni eru og miklir hverir. Auk þessara hrauna eru enn ómæld sunnanlands Þingvallahraun, Skjaldbreiðarhraun, Eldborgarhraun, Snæfellsneshraun og mörg fleiri. Uppi á há- lendinu eru hin merkustu hraun alveg óþekt, t. d. Hallmund- arhraun og Kjalhraun, þar í nánd eru Hveravellir, Hvinverja- dalur og fleira. Hvergi sjást jafnstórkostleg merki jarðelda eins og kringum Mývatn, menn hafa líkt því héraði við það sem sést í tunglinu, gígur við gíg og sprunga við sprungu. Þó Johnstrup rannsakaði þar töluvert 1876, þá gat hann þó eigi á svo stuttum tíma skoðað nærri alt. Eldfjallasaga landsins getur eigi orðið vísindunum að neinu verulegu gagni fyrr en búið er að mæla og rannsaka hraunin og eldfjöllin og gjöra af þeim uppdrætti; þá geta menn fyrst séð hverja verkun gosin hafa haft og hvernig þau standa í sambandi við eðli landsins í heild sinni. Af því að skoða hraun og eldfjallaösku má sjá hver eldfjöll eru hættulegust og hverjar öskutegundir eru skaðlegar fyrir jarðveginn eða eigi. Stundum skemmir aska engi og tún manna svo mjög, að þau verða aldrei framar að notum, sumstaðar bætir askan jarðveginn, þó hagalaust verði í fyrstu; kemur þetta af samsetningu öskunn- ar og stendur aptur í nánu sambandi við myndun eldfjallanna, hæð þerrra<prentv þeirra /> o. fl. Menn hafa tekið eptir því að eldfjöll á Íslandi liggja eptir vissum línum, þessum línum fylgja og hverir, námur, ölkeldur, uppskotnir fjallatindar, dalir og ár, svo af því má sjá, hve mikla þýðingu eldfjöllin hafa fyrir alla myndun landsins, þessu þyrfti því grandgæfilega að veita eptirtekt. Hverir, námur og ölkeldur, sem allar þjóðir rannsaka til gagns og fræðslu eru hér lítt kunnar. A Íslandi hafa svo margar eldverkanir safnast saman á einn depil að furðu gegnir og Ísland er aðalstöð á eld- fjallagarði sem gengur suður alt Atlantshaf nærri heimskauta á milli; það mundi hafa hin mestu áhrif á þekkingu manna á sögu og eðli allrar jarðarinnar ef það væri alt vel rannsakað, og engum liggur það nær en oss Íslendingum sjálfum að gefa vísindunum þann skerf, er fá má af að skoða vor eigin heimkynni. Ekkert hefir á seinni árum verið jafnmikið rannsakað á Norðurlöndum einsog jöklar, ísaldarleifar og það sem að því lýt- ur. Áður lágu jöklar um allan norðurhluta Evrópu, Ameríku og Asíu og hafa þeir eptirlátið margar leifar, holt og mela, rákir á klettunum, grjótgarða þvers yfir dali og firði, vötn og leirlög. A<prentv Á /> Íslandi er fjarska mikið af slíkum menjum eptir ístímann, en það er órannsakað; á öllum Norðurlöndum, í Grænlandi og Spitzbergen hefir það verið nákvæmlega skoðað. Það má geta nærri að rann- sóknir á jöklum eru mikilsverðar, þeir gefa mönnum margar bendingar um hvernig öllu hafi verið háttað fyrrum, þeir hafa mikla þýðingu fyrir jarðmyndun þá sem nú verður, þeir hafa á- hrif á loptslag, vinda, hita og regn, þeir hafa hjálpað til að mynda jarðveginn, sem allur búnaður er bygður á, og hafa með öllu þessu mikil áhrif á mannlífið. Flestar mentaðar þjóðir gjöra sér því far um að rannsaka þá sem bezt; ríkisþing Dana veitir árlega 15000 krónur til að rannsaka jökla á Grænlandi. Á Ís- landi eru stærri og áhrifameiri jöklar en nokkursstaðar í Evrópu og ekki einn einasti af þeim hefir verið vísindalega rannsakaður. Sjórinn við Íslands strendur þyrfti engu að síður aðgæzlu

  • ) Kristnisaga kap. 10. í Biskupasögum I. bls. 22.

<haus 31 /> en landið, dýptin, straumarnir, saltmegnið, hitinn, flóð og fjara, ísalög og hafís eru svo þýðingarmikil fyrir samgöngur, verzlun, fiskiveiðar og alt líf vort, að menn þyrftu vandlega að þekkja það. Þó nokkuð af þessu sé kannað, er þó mikið eptir; einkum er þekking manna á röstum, straumum og dýptum nálægt land- inu ábótavant; hitt sem fjær er hefir orðið kunnugt fyrir ferðir ýmsra útlendra skipa, er til þess hafa verið send, en hitt er oss Íslendingum skyldast að skoða. Rannsóknir á veðurlagi, vindum, regni og snjó hafa eigi verið gjörðar miklar á Íslandi, í saman- burði við önnur lönd, en vonandi er að það lagfærist smátt og smátt. Slíkar athuganir geta hvorki orðið að verulegum notum fyrir samgöngur og skipaferðir né fyrir vísindin fyrr en búið er að leggja fréttaþráð til Íslands, því þá má daglega bera veðrið saman í fjarlægum héruðum, segja fyrir vinda og gefa skipum bendingar. Dýra- og jurtalíf á Íslandi er litlu betur þekt en annað. Sædýralífið í hafdýpinu fyrir utan strendur landsins er að mörgu merkilegt, því hér við land mætast kaldir og heitir straumar og sjáfarföll og því er það blendingur af suðrænum og norrænum tegundum sem ýmislega er raðað niður eptir sævardýpt, hita og straumum. Þó nokkuð hafi verið gjört til að rannsaka þessa hluti við Ísland, þá er það hvergi nærri eins vel þekt og við Grænland og Spitzbergen. Um fiskigöngur vita menn svo að segja ekki neitt. Jurtagróði á Íslandi er að vísu eigi fjölskrúðugur, en hann þarf einna helzt að rannsaka nákvæmlega. Grasræktin er aðal- bjargræðisvegur landsbúa og getur orðið til ómetanlegs gagns og framfara ef hún væri stunduð einsog skyldi. Til þess þarf ná- kvæmlega að veita því eptirtekt hverjar innlendar grastegundir eru beztar til fóðurs, hver jarðvegur er þeim hentugastur og hverníg<prentv hvernig /> á með þær að fara, því það er sjálfsagt, að þær gras- tegundir eru beztar, sem eru lagaðar fyrir loptslagið og vanastar jarðveginum og um leið hafa í sér nægileg næringarefni. Það verður affarasælast í hverju laadi bæði hvað jurtir og dýr snertir, að hlynna mest að því, sem innlent er, og reyna að bæta það eptir bezta megni; því útlendar jurtir og dýr, sem tekin eru úr eðlilegum heimkynnum sínum, hafa við margt að berjast áður þau verði jafnsett hinu innlenda, tímgvast því síður, ganga úr sér og verða að litlum notum. Það þyrfti og að gæta að þeim litlu skógum, sem eptir eru á landinu, og skoða þá staði, þar sem akuryrkja hefir verið í fornöld, til þess að komast að því hvað ræktað hefir verið og hvernig ræktuninni hefir verið varið. Það þyrfti einnig að bera jurtagróða Íslands saman við jurtagróða annara norðlægra landa til þess að fá að vita hvaðan og hvernig jurtirnar eru hingað komnar; samband þeirra við strauma að landinu, ferðir fuglanna og margt annað, því fræin berast á ýms- an hátt og útbreiðsla jurtanna hér á landi hlýtur að vera vissum lögum bundin einsog annarsstaðar; en alt sem að þessu lýtur, er mjög margbreytilegt og seinlegt til rannsókna. Af því litla, sem eg hefi tínt til hér að framan, er auð- séð að margt er órannsakað og margt þarf að rannsaka hér á landi, ef Íslendingar eiga að geta sagt að þeir þekki Ísland. Það væri engin frágangssök þó nokkuð þyrfti að leggja til þess af almenn- ingsfé, slíkar rannsóknir geta seinna ef vel væri að farið orðið landinu meir til gagns og sóma en margir kunna að ætla. Á öldinni sem leið voru margir ferðamenn hingað sendir til rann- sókna fyrir íslenzkt fé, þó eigi yrðu allar að þeim notum sem vera átti. Ferðir Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar munu ávalt verða Íslandi til sóma, og hið sama er að segja um ferðir Sveins Pálssonar, þó rannsóknir hans hafi enn eigi verið prentað- ar fyrir afskiptaleysi þeirra, sem með áttu að fara snemma á þessari öld. Þær ferðir, sem ýmsir danskir náttúrufræðingar fóru þá, urðu mest að notum söfnunum í Kaupmannahöfn, en lítt Ís- lendingum. Náttúrugripasöfn í Kaupmannahöfn eru mjög auðug af íslenzkum munum, en lítið hefir verið um þá skrifað, þeir sem með hafa átt að fara hafa haft svo mörgu öðru að sinna. Á þessari öld hefir og nokkrum dönskum náttúrufræðingum verið lagður farareyrir af Íslands fé, ferðir Schythes og Steenstrups 1839—40 kostuðu landið 14000 krónur*. Johnstrup fékk ferða- styrk 1870 af íslenzku fé og seinna Grönlund grasafræðingur og svo er um ýmsa fleiri. það<prentv Það /> eru örfáir blettir á landinu sem eru rannsakaðir til hlít- ar, og því færi bezt á því að tekinn væri kafli og kafli af bygðu og óbygðu landi árlega til rannsóknar, svo það yrði vel gjört sem gjört væri, og eigi þyrfti aptur og aptur að fara yfir hið sama. Það er sannarlega engin vanþörf á að undinn sé bráður bugur að slíku, því það er leitt að vér skulum vera búnir að búa yfir þúsund ár á Íslandi og þó varla þekkja helminginn af því enn.

Höfundurinn hefir í þessari ritgjörð sinni gefið stutt og greini- legt yfirlit yfir landleitir og öræfaferðir á Íslandi frá byggingu þess alt til vorra tíma; hefir þetta hingaðtil legið ókunnugt í ýmsum handritum hingað og þangað útí löndum eða verið að leita á stangli í blöðum og ritum. Þessu hefir höfundurinn með mikilli þekkingu safnað hér öllu saman á einn stað í skemtilega og aðgengilega frásögu. Í öðru lagi sýnir höfundurinn löndum sínum, hversu fjaska lítið þeir þekkja útlit landsins, hvað þá heldur eðli þess og ásig- komulag: Jöklarnir, eldfjöllin, hraunin, hverarnir, jarðlögin, vötnin, árnar, sjórinn, straumarnir o. fl. o. fl.; alt má þetta heita órannsakað, og er þó þekking á því ómissandi á margan hátt fyrir landið, en svo nauðsynleg fyrir náttúruvísindin, að „það mundi hafa hin mestu áhrif á þeklringu manna á sögu og eðli allrar jarðarinnar, ef það væri alt vel rannsakað“. — Þeir af landsmönnum, sem nokkuð hugsa um hag þjóðarinnar.<prentv , /> vilja að hún nái sem mestu frelsi og verði sem sjálfstæðust, en þá verða þeir líka að gæta þess, að „vandi fylgir vegsemd hverri“ og að þeir sem „vilja vera með mönnum“ verða sjálfir að vera „menn“, því annars verða þeir að athlægi og sjálfum sér til mink- unar. Vér Íslendingar verðum — ef vér viljum vera „menn með mönnum“ og njóta mannvirðinga meðal hinna mentuðu þjóða — að sýna þeim, að vér með endurreistu stjórnfrelsi ekki viljum skora oss undan að taka okkar litla tiltölulega þátt í þeim nátt- úrufræðislegu og landafræðislegu rannsóknum, sem eru prýði þess- ara tíma, og allar mentaðar þjóðir keppa að vera sem fremstar í. En af því að virðing vor yxi meðal þjóðanna mundu miklir hags- munir leiða fyrir landið, því þá mundi miklu fleiri fýsa að sjá landið og ei <prentv g />a margskonar viðskipti við okkur; en af þeim litlu viðskiptum sem eru á komin við Englendinga má þreifa á því, að okkur er það í mesta hag, að þau aukizt sem mest og nái til sem flestra. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hversu útlending- um segist rangt frá Íslandi, þjóðinni og háttum vorum, og hafa fáar jarðfræðislegar rannsóknir útlendra manna komið að verulegum notum sökum fljótrar yfirferðar og ókunnugleika á landi og þjóð, hefir og málið mjög hindrað þá; þær fáu bækur sem Íslendingar hafa sjálfir samið um landið bera því mjög af hinum útlendu frá- sögum um það einsog vonlegt er, og er því vonandi, að menn gæti þessa þá valinn verður á sínum tíma vísindamaður til opt- nefndra rannsókna. — Til þvílíkra jarðfræðislegra og landfræðis- legra rannsókna er nú árlega veitt stórmikið fé í öllum mentuð- um löndum, og eru við þær settir margir embættismenn, „ríkis- jarðfræðingar“, sem ferðast og rannsaka á sumrum, en rita bæk- ur og gjöra uppdrætti á vetrum, og við og við eru þeir skyldir að fara til annara landa til þess að sjá, hvernig vísindin standa þar og bera sig saman við erlenda vísindamenn svo þeir ekki standi í stað. Í Stokkhólmi er „geologisk bureau“.<prentv , /> sem sænska ríkisþingið veitir rúmar 100,000 kr. til á ári, auk þess er engu minna fé veitt til landmælinga og til að rannsaka námur; mikið fé er og gefið til vísindalegra rannsókna, er lúta að land- búnaði. Norðmenn gjöra slíkt hið sama, og jarðfræðis-uppdrættir

  • ) Ný Félagsrit, IV., bls. 90.

<haus 32 /> af Noregi og bækur þar að lútandi, sem út hafa komið á seinni tímum, eru ágætar. Hvergi eru þó eins stórkostlegar jarðfræðis- legar rannsóknir framkvæmdar einsog í Austurríki, og „die geologische Reichsanstalt“ í Wien hefir verið öðrum fyrirmynd. Slíkar stofnarir eru og á Prússlandi, Sachsen og víðar á Þýzka- landi, í Schweiz, Hollandi, Belgíu, Spáni og eigi sízt á Englandi, Skotlandi og Írlandi. Í Bandaríkjunum veitir þingið í Wasington mikið fé árlega til almennra jarðfræðislegra rannsókna, og auk þess eru sérstakir embættismenn í jarðfræði í hverju sambands- ríki; eins er í nýlendum Englendinga, í Kanada, á Kaplandi, Nýja-Hollandi og Nýja-Sjálandi, og þó einna stórkostlegast á Indlandi, þar sem til þessara rannsókna er varið 3—4 millíónum króna árlega. Hollendingar hafa jarðfræðislegt „Institut“ á Java, og á Japan er farið að framkvæma miklar jarðfræðislegar rann- sóknir og hafa þangað verið fengnir þýzkir vísindamenn. Það væri víst heppilegast að byrjað væri nú sem allra fyrst að rannsaka einstök tiltekin héruð, því eigi dugir að fara yfir mjög mikið svæði aðeins að nafninu til og hroða því af; hin ná- kvæma rannsókn á minni hluta gefur miklu áreiðanlegri og þýð- ingarmeiri árangur fyrir landið og vísindin en fljótleg yfirferð á stórum héruðum. Vér skorum á héraðsfundi þá, er haldnir verða í kjördæm- um landsins áðuren þingmenn fara að heiman, að taka þetta mál til íhugunar og fela þingmönnum það til flutnings á þingí<prentv þingi />, svo að hæfilegt fé verði veitt til téðra rannsókna á næstu fjár- hagslögum, og treystum vér því, að þjóð og þing verði samtaka um að gæta hagsmuna, skyldu sinnar og sóma í þessu efni, og sýni með því þjóðunum, að vér Íslendingar viljum verða þeim samferða á vegi framfara og mentunar eptir megni, og að það var aðeins „injuria temporum“, sem helti oss úr þeirri fríðu samferð um tíma, „Því andinn lifir æ hinn sami, „þótt afl og þroska nauðir lami. „Mentanna brunni að bergja á „bezta skal okkur hressing ljá“. Ritstjórinn.

<wide>Fréttir.</wide> Úr Húnavatnssýslu síðast í marz. Þessi vetur hefir verið hinn harðasti, er menn muna eptir, bæði með jarðleysi og frostgrimdir, svo heita má að öllum skepn- um hafi verið gefið inni víðast í Húnavatnssýslu, frá veturnóttum til þessa. Nú er jarðlaust yfir alla sýsluna og margir orðnir heytæpir, en fáir skorið en af heyjum, og var það óráð að skera eigi í tíma, þegar harðindin dundu á, eitthvað af tríppa-rusli<prentvafi trippa-rusli />, sem sumir fýsast í að eiga, en setja lífsbjargarskepnur sínar í hættu fyrir með fóðurskort. Víða er dregið fóður við skepnur til þess að reyna að komast með heyhjörg<prentv heybjörg /> lengra eða skemra fram yfir einmánuð. Margir munu dragast þannig með skepnur sínar fram um páska, — en batni þá eigi lítur út fyrir talsverð- an fellir. Eg hefi heyrt, að skoðun á heyjum hafi í flestum hreppum sýslunnar verið framkvæmd eptir skipun sýslumanns, en þar sem skoðunarmenn réðu til að skera ef<prentv af /> heyjum, þá var þeim eigi hlýtt. Hvernig fer þá fyrir sýslu- og hreppsnefndum í framkvæmdinni með að reyna að koma í veg fyrir hallæri og þar af leiðandi vandræði? Ekki er skortinn að óttast meðan lífsbjargar-skepn- ur lifa, þó færri væru en nú eru, og gætu haldist við hold með fullum afnotum. Hvað hefir fremur ollað landinu eyðileggingar og apturfarar en skepnufellirinn? Búskapurinn er á altof völtum fæti með öllum framfarahuganum, þegar öllu liggur við að falla á einum hörðum vetri; heyin eru hin<prentv hinn /> vissasti ábyrgðarsjóður fyrir landbúnaðinn, og allir ættu að stunda að safna heyfyrningum í góðu árunum til undirbúnings undir hin bágari, og það eigið þið blaðamennirnir að brýna fyrir almenningi að við hafa þá forsjáln- isreglu. Eg hefi heyrt að hreppsnefndin í Svínavatnshrepp hafi skipað tvær skoðanir á heyjum og framkvæmt þær með þeim á- setningi að þeir heybyrgari hjálpuðu þeim sem komast kynni í heyskort og að eitt skyldi þar yfir alla ganga meðan auðið væri, og hafa þar nokkrir komizt í heyþrot en jafnframt verið hjálpað svo þeir gætu gefið á sumarmál með því að flytja hey heim til sín, og er álitið að hreppurinn í heild sinni geti gefið öllum pen- ingi vel til sumarmála með sömu harðindum og sumir lengur, sem þá kynnu ennþá geta miðlað öðrum heyi, og er hreppurinn tal- inn með þeim byrgustu í sýslunni, enda er félagsskapur þar sagð- ur með bezta móti og stjórnsöm hreppsnefnd, og er vanalega heill sveitanna undir því komin þegar þvílík vandræði bera að höndum.

Úr Ísafjarðarsýslu <2154> 81. Héðan er fátt að segja, nema hin sömu framhaldandi harð- inði, alment heyleysi og bjargarskort. Blotinn eptir nýárið varð mörgum að falsi, sem hættu þá við að skera. 30. janúar og nótt- ina eptir var einhver mestí<prentv mesti /> norðaustanbylur, sem eg hefi lifað; of- víðrið<prentvafi viðrið /> og fannkoman fjarskalegt. Þá brotnuðu og fuku bátar og skíp<prentv skip /> mjög víða, hús og hey skemdust, og hjallar við sjó fóru nokkrir. Sira Eyólfur á Melgraseyei<prentv Melgraseyri /> misti þá gamlan timburhjall með öllum kornmat sínum, — í haust í áhlaupinu 17. sept. hafði hann mist 30 fjár og 2 hesta. Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fauk alveg 30. janúar, og Sandakirkja skektist. Vestur í Arnarfirði var auð jörð, og kom svo mikið grjótflug, að margar jarðir skulu þar af vera stórskemdar og jafnvel eyddar, stórir steinar færðust lang til, gluggar brotnuðu og grjót kom inni<prentv inní /> baðstofur. Einn maður hefir orðið úti af Langadalsströnd, og ýmsa kalið í hörkunum. Ísalögin eru orðin fjaskaleg og má ríða alla firði, og vertíð vor í Bolungorvík<prentv Bolungarvík /> sýnist ætla að verða arðlítil, þó varð þar fiskvart nú fyrir skönnnu suður á hafi, en það helzt etgi<prentv eigi /> við fyrir frostinu, sem í dag er enn 11° R. Nýlega deyði Sigriður<prentvafi Sigríður /> Guðmundsdóttir, kona kaupmanns Magnúsar Jochumssonar á Ísafirði.

<wide>Vorpróf</wide> á Möðruvallaskólanum 25.—29. apríl 1881. Prófdómendur séra Arnljótur Ólafsson og prófastur Davíð Guðmundsson. 2. bekkur: 1. Jónas Jónsson, 2. Jón Guðmundsson, 3. Jón Sigfússon, 4. Magnús Blöndal, 5. Hallgrímur Jónasson, 6. Páll Jónsson. 7. Pétur Jakobsson, 8. Hannes St. Blöndal, 9. Guðmundur Guðmundsson, 10. Matthías Ólafsson, 11. Ögmundur Sig- urðsson, 12. Björn Árnason, 13. Friðbjörn Bjarnarson, 14. Jóhann Gunnlögsson, 15. Páll Bergsson, 16. Jósep Jakobs- son, 17. Jón Jónsson, 18. Jón Hallgrímsson, 19. Ásgeir Sig- urðsson, 20. Guðmundur Einarsson, 21. Ásgeir Bjarnarson (hann var veikur meiri hluta prófsins). 1. bekkur: 1. Stefán Benidiktsson. 2. Sigurður Einarsson, 3. Brynjólfur Bergs- son, 4. Snæbjörn Arnljótsson, 5. Benidikt Þórarinsson, 6. Brynj- ólfur Bjarnason, 7. Erlendur Sigurðsson, 8. Ólafur Jónsson, 9. Ólafur Thorlacius, 10. Gísli Gíslason, 11. Sturla Jónsson, 12. Þorsteinn Jónsson, 13. Gunnar Helgason. (Tveir hinir síðast- töldu voru veikir við meiri hluta prófsins. Skólapiltur Páll Bjarnason var veikur síðari hluta vetrar). Prófið var alt skriflegt og luku prófdómendur eindregnu lofs- orði á frammistöðuna. Vér höfum nokkuð kynt oss spursmálin við prófið, og virðist oss úrlausnir pilta alment lýsa furðanlegum andlegum þroska eptir svo stuttan tíma.

— Nýlega kom hingað maður af Sléttu og sagði hann allan hafís hafa rekið þaðan um fyrri helgi í suðaustanveðri og ekki sá hann heldur neitt til hafíssins af Tunguheiði, hvorki fyrir Tjörnesi eða útaf Skjálfandaflóa. Hér á firðinum er ísinn nú grotnaður í sundur og víða með rifum, en autt innað Hrísey. Tvö kaupskip hafa sézt á siglingu úti fyrir firðinum, og hafa selaskyttur skýrt þau „Ingibjörgu“ og „Rósu“ ?

Eigandi og ábyrgðarmaður: Skapti Jósepsson, cand. phil. Prentari: <wide>Björn Jónsson</wide>.